Fundur Velferðarvaktarinnar 22. nóvember 2022
59. fundur Velferðarvaktarinnar
haldinn á Teams
22. nóvember 2022 kl. 13.15-15.00.
---
1. Þjónusta við fólk með heilabilun og leiðir til að draga úr beitingu nauðungar á hjúkrunarheimilum
Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimer samtakanna.
Vilborg ræddi um framfarir í þjónustunni við fólk með heilabilun á síðustu árum. Vilborg kynnti m.a. Seigluna, sem er fyrsta þjónustuúrræðið eftir greiningu heilabilunar. Markmið Seiglunnar er að hægja á framþróun sjúkdómsins með því bjóða upp á sérhæfða, einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem aðstoð er veitt við að byggja upp og viðhalda vitrænni, líkamlegri og félagslegri getu og andlegri vellíðan. Núna eru um 70 einstaklingar skráðir í Seigluna. Rætt var um að huga mætti betur aðstandendum og stuðningi við þau.
Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugastaða.
Droplaugastaðir er fyrir einstaklinga sem fengið hafa færni- og vistunarmat og þurfa daglega hjúkrun og aðhlynningu.
Sigurður Kári Árnason, yfirlögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.
Sigurður ræddi um lagaumgjörð og væntanlegar breytingar varðandi beitingu nauðungar í heilbrigðisþjónustu.
Glærur.
2. Aðstoð hjálparsamtaka. Hver er staðan? Hafa orðið breytingar, hverjar?
Fulltrúar hjálparsamtaka ræddu um stöðuna innan sinna samtaka.
Fjölskylduhjálp Íslands - Ásgerður Jóna Flosadóttir.
Mikil aðsókn er í aðstoð samtakanna. Frá 1. mars -1. september sl. hafa samtökin úthlutað 7000 matargjöfum. Samtökin veita einnig aðstoð á Suðurnesjum. 70% þeirra sem leita aðstoðar er fólk af erlendum uppruna.
Hjálparstarf kirkjunnar - Vilborg Oddsdóttir.
Eftirspurn eftir aðstoð dróst saman í sumar en er nú aftur að aukast. 40% þeirra sem leita til eftir aðstoð eru með erlent ríkisfang. Meira er um netumsóknir og fær fólk þá úthlutað tíma með sms smáskilaboðum. Samstarf er á milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Rauða krossins, Mæðrastyrksnefndar Eyjafjarðar, Sjóðsins góða (Suðurland) og Velferðarsjóðs Suðurnesja. Ýmis önnur verkefni í gangi.
Hjálpræðisherinn - Ingvi Kristinn Skjaldarson.
250 einstaklingar koma í hádegismat í daglega. Aukin þörf er á aðstoð í Reykjanesbæ, einkum meðal einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd og flóttafólks. Boðið er upp á ýmis virkniúrræði fyrir fólk. Ingvi sagði frá samstarfsverkefni Hjálpræðishersins og Samkaupa gegn matarsóun.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur - Anna Pétursdóttir.
Anna upplýsti að margar umsóknir væru nú komnar vegna jólaaðstoðar. Mikil aukning hefði verið meðal fólks frá Úkraínu og Venesúela.
3. Helstu áskoranir gegn ofbeldi á Íslandi.
Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra, kynnti helstu niðurstöður fyrsta landsamráðsfundar gegn ofbeldi og leiðir til að fást við afleiðingar þess sem fram fór þann 9. nóvember sl. Meginþemu fundarins voru annars vegar börn og ungmenni og hins vegar heimilis- og kynferðisofbeldi. Eygló sagði einnig frá þróun á fjölda tilkynninga til lögreglu um ofbeldisbrot.
Glærur.
4. Örkynning.
VIRK starfsendurhæfingarsjóður, Eysteinn Eyjólfsson.
5. Önnur mál.