Hoppa yfir valmynd
31.01.2023

Fundur Velferðarvaktarinnar 31. janúar 2023

60. fundur Velferðarvaktarinnar
haldinn í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og á Teams

31. janúar 2023 kl. 13.15-15.00.

 

1. Örkynningar úr baklandinu

  • Umboðsmaður barna. Eðvald Einar Stefánsson, fulltrúi umboðsmanns barna, kynnti þau mál sem eru efst á baugi innan stofnunarinnar. Eðvald sagði m.a. frá fyrirhuguðu barnaþingi í nóvember nk. og öðrum verkefnum sem verið er að vinna að.
  • Barnaheill. Margrét Júlía Rafnsdóttir, fulltrúi Barnaheilla, kynnti helstu verkefni sem samtökin vinna að í þágu barna.
    Sjá glærur.

2. Málefni heimilislausra á höfuðborgarsvæðinu

  • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, teymisstjóri teymis gæða og árangursmats hjá Reykjavíkurborg, kynnti úttekt á stöðu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, frá október 2021.

    Sjá glærur.

  • Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, kynnti nánar stöðu hópsins almennt í Reykjavík, en Vesturmiðstöð ber ábyrgð á málaflokki heimilislausra með flóknar þjónustuþarfir.
    Sjá glærur.

  • Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri, kynnti samstarfsverkefni á vegum Garðabæjar, Seltjarnarness, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar sem miðar að því að bæta þjónustu við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
    Sjá glærur.

3. Heimsókn forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom til fundar við Velferðarvaktina þar sem hún kynnti sérstaklega Velsældarvísana sem forsætisráðuneytið hafði forystu um að koma á laggirnar. Ráðherra lagði áherslu á mikilvægi mælikvarða þegar kemur að stefnumótun málaflokka. Þá mætti tengja saman velsældarvísa, lýðheilsuvísa, lífskjararannsókn og menningarvísa svo dæmi séu tekin.

Ráðherra átti gott samtal við fulltrúa vaktarinnar einkum um stöðu þeirra sem standa höllum fæti, áherslur í fjármálaáætlun á þessu sviði og velferð almennt. Rætt var um áhrif heimsfaraldurs á velferð samfélagsins og sömuleiðis tækifæri í því samhengi, líðan ungmenna o.fl. Fulltrúar vaktarinnar viðruðu ýmsar áhyggjur og bentu á að aukinn hraði og neysla í samfélaginu hefði mikil áhrif á líðan og velferð barna, tækifæri væru ójöfn meðal barna í samfélaginu o.s.frv.

Glærur.

4. Örkynning.

  • VIRK starfsendurhæfingarsjóður, Eysteinn Eyjólfsson.


5. Önnur mál
.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta