Hoppa yfir valmynd
31.08.2023

Fundur Velferðarvaktarinnar 22. ágúst 2023

63. fundur Velferðarvaktarinnar
haldinn í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og á Teams

22. ágúst 2023 kl. 13.15-15.00.

 

1. Kynning á skýrslu forsætisráðherra um fátækt og áætlaðan samfélagslegan kostnað.

•  Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við Háskóla Íslands.

•  Halldór S. Guðmundsson, dósent við Háskóla Íslands.

 

Kolbeinn kynnti helstu niðurstöður greininga og Halldór kynnti forsendur og mat á samfélagslegum kostnaði vegna fátæktar. Upplýst var um að búið væri að samþykkja að framkvæmdar yrðu viðbótargreiningar sem taka myndu til afmarkaðra hópa þ.m.t. innflytjenda, einstæðra foreldra og námsmanna.

Slóð á skýrslu.
Glærur.

2. Helstu áskoranir í móttöku og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Gísli Davíð Karlsson, sviðsstjóri fjölmenningarsviðs Vinnumálastofnunar og Áshildur Linnet, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, kynntu stöðuna í málaflokknum. Gísli fór yfir búsetuúrræði og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd en í dag eru 2900 einstaklingar í þjónustu á vegum Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga. Gísli ræddi einnig um helstu áskoranir í þessu samhengi, einkum þegar kemur að húsnæðis-, mennta- og heilbrigðismálum, og í kjölfarið spratt upp umræða um aukið álag á innviði einkum í þeim sveitarfélögum sem tekið hafa á móti flestum umsækjendum.

Þá fór Áshildur yfir stöðuna í málaflokknum hér á landi samanborið við önnur Norðurlönd. Áshildur benti á lykilupplýsingar um umsækjendur um alþjóðlega vernd inni á vef lögreglunnar og almennar upplýsingar um málefni flóttafólks inni á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins (mælaborðið).

Glærur Áshildar.
Glærur Gísla Davíðs.

3. Umræða um viðburði fyrir áramót.

•  Rætt var um fyrirhugaðan vinnufund Velferðarvaktar 7. september nk. til undirbúnings málþings Velferðarvaktar um stöðu tekju- og eignalægri á húsnæðismarkaði, sem fyrirhugað er að haldið verði í nóvember nk. Í því samhengi var vakin athygli á húsnæðisþingi á vegum innviðaráðuneytis og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þann 30. ágúst nk.

•  Kynnt voru drög að dagskrá morgunverðarfundar Velferðarvaktar þann 9. október nk. um stöðu og aðstæður foreldra sem deila ekki lögheimili með barni. Fundurinn er haldinn í kjölfar útgáfu skýrslu þess efnis en að rannsókninni stóðu Velferðarvaktin og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, í samstarfi við Foreldrajafnrétti.

Önnur mál.

  • Næsti fundur vaktarinnar verður haldinn 25. október.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta