Hoppa yfir valmynd
11.02.2025 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundur Velferðarvaktarinnar 3. september 2024

69. fundur Velferðarvaktarinnar
haldinn í stjórnsýsluhúsi Ísafjarðarbæjar og á Teams

3. september 2024, kl. 13.15-15.15.

 

Fundurinn var að þessu sinni sendur út frá stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Formaður Velferðarvaktarinnar og starfsmaður, ásamt formönnum tveggja undirhópa vaktarinnar, heimsóttu Ísafjörð en meginefni fundarins var að kynna fyrir fulltrúum Velferðarvaktarinnar stöðuna á Vestfjörðum í þeim málaflokkum sem vaktin lætur sig varða þ.m.t. félagslegar aðstæður viðkvæmra hópa. Þá voru helstu störf og verkefni á vegum Velferðarvaktarinnar kynnt. Auk fulltrúa Velferðarvaktarinnar bauðst sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum, skólastjórnendum, fulltrúum frjálsra félagasamtaka sem starfa á svæðinu og ýmsum öðrum aðilum sem koma að starfi með eldra fólki, fötluðu fólki o.fl. að taka þátt í fundinum og umræðum. Aðrir fulltrúar í vaktinni fylgdust með fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Helstu áskoranir

Á fundinum sögðu fulltrúar félagsþjónustu á svæðinu frá helstu áskorunum í félagsþjónustu á Vestfjörðum s.s. varðandi barnavernd og þjónustu í þágu farsældar barna, hvers kyns ofbeldi, fátækt, málefni fatlaðs fólks, eldra fólks og innflytjenda. Sameiginlegar áskoranir á svæðinu eru m.a. að erfitt er að manna ýmsar stöður, erfitt getur verið að veita íbúum í mjög fámennum og afskekktum byggðalögum þjónustu vegna landfræðilegra staðhátta sem og vegna nándar milli þjónustuveitanda og þess sem þjónusta á og svo eru samgöngur erfiðar sérlega að vetrarlagi.

Fram kom að uppgangur væri í atvinnulífi á svæðinu en það reyndist oft erfitt að fá fólk til starfa á landsbyggðinni. Þá væri víða skortur á bæði húsnæði og leiguhúsnæði.

Öflugt samstarf um ný verkefni

Fram kom að fjölmörg ný framfaraverkefni eru í innleiðingu á Vestfjörðum. Þar má nefna Farsæld í þágu barna, Gott að eldast - þróunarverkefni um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk, Öruggari Vestfirðir - svæðisbundið samráð um aðgerðir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum og fleira. Hafa sveitarfélögin á Vestfjörðum og aðrir sem koma að verkefnunum mikið og gott samstarf um innleiðinguna og eru bjartsýn á þróun mála.


Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1.  Fundur settur og kynning á Velferðarvaktinni.
Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktar.

2.  „Gott að eldast“ þróunarverkefni um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk.
Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir, tengiráðgjafi Gott að eldast fyrir Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað, Súðavíkurhrepp, sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

3. „Öruggari Vestfirðir„ svæðisbundið samráð um aðgerðir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum.
Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.

4. Helstu áskoranir í félagsþjónustu á Vestfjörðum s.s. varðandi barnavernd og þjónustu í þágu farsældar barna, hvers kyns ofbeldi, fátækt, málefni fatlaðs fólks, eldra fólks, innflytjenda o.s.frv.

Hvert svæði dró fram sína sérstöðu:

  • Félagþjónusta Ísafjarðarbæjar (Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur).
    Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar.
  • Félagþjónusta Bolungarvíkurkaupstaðar.
    Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri hjá Bolungarvíkurkaupstað.
  • Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps (Strandabyggð, Reykhólahreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur).

    Hlíf Hrólfsdóttir, ráðgjafi félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

  • Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandarsýslu (Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur).
    Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.

5.  Dæmi um áherslur í skóla- og tómstundastarfi.
Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar.

6. Umræður og fundaslit.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta