Hoppa yfir valmynd
27.11.1997 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Framtíð fjarskiptamála

Samgönguráðherra hefur skipað fimm manna sérfræðinefnd sér til ráðuneytis um stefnumótun í fjarskiptamálum. Hlutverk nefndarinnar er að skilgreina stöðu fjarskiptamála hér á landi og meta hvernig þróun þeirra geti orðið fram á næstu öld.

Inn í þá mynd kemur hver verði staða Landssímans og annarra fyrirtækja á fjarskiptasviði í alþjóðlegu samhengi. Undir það fellur hugsanleg sala á hlutabréfum í Landssímanum með hliðsjón af æskilegri þróun fjarskipta hér á landi og heildarhagsmunum ríkisins og almennings. Frjáls markaður og óhindruð fjarskipti eru forsenda þess að upplýsingaþjóðfélagið fái þróast með eðlilegum hætti. Nefndin er skipuð fulltrúum úr atvinnulífinu sem hafa reynslu af fjarskipta- og viðskiptamálum á alþjóðlegum vettvangi.

Formaður nefndarinnar er Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður OZ. Auk hans eru í nefndinni Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Ólafur Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, Frosti Bergsson, forstjóri, Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri. Starfsmaður nefndarinnar er Sæmundur Norðfjörð, framkvæmdastjóri.

Nefndin mun leita álits og ráðgjafar hjá breiðum hópi sérfræðinga, innlendra og erlendra. Í bakhópi til stuðnings nefndinni eru m.a. fulltrúar forsætis-, samgöngu- og viðskiptaráðherra. Ennfremur fulltrúar frá Pósti og síma hf. og alþjóðlegum síma- og fjármálafyrirtækjum, þ.á.m. Ericsson og Cisco. Þá eru í bakhópnum einstaklingar með sérfræðiþekkingu á einstökum sviðum. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðum í febrúar.

Blaðamannafundur samgönguráðherra á Hótel Borg fimmtudaginn 27. nóvember 1997




Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta