Hoppa yfir valmynd
06.04.2000 Heilbrigðisráðuneytið

Heilsufar kvenna

Nefnd um heilsufar kvenna sem skipuð var vorið 1995 til að kanna breytingar á heilsufari kvenna og skila tillögum um úrbætur, væri talin þörf á því, hefur skilað áliti sínu. Nefndin kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu í áliti sínu, að vísbendingar séu um að konur búi að nokkru leyti við lakara heilsufar en karlar. Það efni sem hér hefur verið tekið saman er afar upplýsandi, ekki síst umfjöllun um þróun þjóðfélagsins á þessari öld, þar sem fram kemur sú gríðarlega breyting sem orðið er á stöðu kvenna á sviði menntunar, atvinnuþátttöku og starfsvettvangs. Í áliti nefndarinnar kemur jafnframt fram að konur nota heilbrigðisþjónustu meira en karlar, þær eru sendar í fleiri rannsóknir, þær eru oftar sjúkdómsgreindar, eru oftar í meðferð og fá meira af lyfjum en karlar.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta