Hoppa yfir valmynd
17.04.2000 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Úr dagbók ráðherra

Í dagbók ráðherra í dag er m.a. ríkisstjórnarfundur fyrir hádegi og að vera við undirritun samnings hjá Tali hf. Tal hefur sent frá sér meðfylgjandi fréttatilkynningu:


Nortel Networks og Tal efna til blaðamannafundar
í Þingholti, Hótel Holti í dag kl. 13.30

Tilefnið er undirritun samnings fyrir 2 millj. dollara um uppsetningu á GPRS gagnasamskiptabúnaði fyrir þráðlaust Internet í GSM kerfum Tals.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra verður viðstaddur undirritun samningsins.

Samningurinn markar þau tímamót að Tal verður með fyrstu
fjarskiptafyrirtækjum heims til að koma á fót GPRS gagnasamskiptum.

Með GPRS verður bylting í notkun þráðlausrar tækni fyrir Internetið og margvíslega aðra þjónustu.
Á blaðamannafundinum munu fulltrúar Nortel Networks jafnframt sýna fyrsta notendabúnaðinn sem verið er að þróa fyrir GPRS þjónustu (prototype). Slíkur búnaður hefur ekki áður verið sýndur hér á landi.

Af hálfu Tals ritar Þórólfur Árnason forstjóri undir samninginn en af hálfu Nortel Networks Ibrahim Almoor, yfirmaður farsímalausna í Evrópu.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta