Hoppa yfir valmynd
31.08.2000 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samgönguráðherrar Norðurlandanna funda

Sumarfundur samgönguráðherra Norðurlandanna var haldinn í Silkeborg á Jótlandi dagana 23.-24. ágúst 2000 og fylgja upplýsingar um mál sem rædd voru á fundinum hér á eftir.

* Öryggi í samgöngum.
Enda þótt Norðurlönd standi framarlega meðal þjóða varðandi öryggi í samgöngum á landi, í lofti og á sjó er nauðsynlegt að vera vel á verði. Á fundinum var rædd nauðsyn þess að Norðurlönd skiptust á upplýsingum um hvernig unnið er að öryggismálum í samgöngugeiranum í hverju landi.
* Evrópska efnahagssvæðið.
Rætt var um samræmingu á afstöðu Norðurlandanna til mála er varða Evrópska efnahagssvæðið (EES-mál).
* Samstarf á Eystrasaltsvæðnu.
Ræddir voru möguleikar þess að Norðurlöndin ynnu sameiginlega að ákveðnum verkefnum í umferðaröryggismálum Eystrasaltsríkjanna, ásamt því að komið verði upp vefsíðu til að auðvelda upplýsingamiðlun um samgönguverkefni á svæðinu.
* Galileo-verkefnið.
Hér er um að ræða evrópskt gervihnattakerfi til nota fyrir leiðsögu- og staðsetningarákvörðun í samgöngum. Verkefnið er að þróa, móta og hrinda í framkvæmd
gervihnattakerfi sem hægt væri að nota samhliða eða í stað núverandi GPS-staðsetningarkerfis. Á fundi samgönguráðherranna var rætt um að Norðurlöndin samræmdu afstöðu sína til þessa verkefnis.
* Önnur mál.
Af öðrum málum sem rædd voru á fundinum má nefna:
-Flutning á hættulegum efnum.
-Samræming á kröfum til menntunar í ákveðnum starfsgreinum innan samgöngukerfisins, svo sem í flugumferðarstjórn.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta