Hoppa yfir valmynd
09.10.2002 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Norrænn fundur um upplýsingatækni

Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, sækir fund Norrænu ráðherranefndarinnar um upplýsingatækni sem haldinn er í Osló. Þar mun samgönguráðherra m.a. ræða sýn íslenskra stjórnvalda á verðlagningu gagnaflutninga.



Fimmtudaginn 10. október stendur Norræna ráðherranefndin um upplýsingatækni fyrir ráðherrafundi í Osló um "Breiðbandsmál frá sjónarhóli Norðurlanda" ? "IT bredbandspolitik og digitalt indhold í et nordisk perspektiv". Á fundinn mæta ráðherrar upplýsingatæknimála frá öllum Norðurlöndunum. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, mætir fyrir Íslands hönd. Ráðherrarnir munu hver fyrir sig taka fyrir eitt umræðuefni og í kjölfarið verður innlegg frá sérfræðingi af sama þjóðerni. Yfirskrift erindis samgönguráðherra er "Sýn stjórnvalda á verðlagningu gagnaflutninga".


Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta