Hoppa yfir valmynd
03.12.2003 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samgönguráðherra tekur í notkun háhraðanettengingu fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tók formlega í notkun í gær örbylgjusendi sem gefur möguleika á sítengingu í gegnum háhraða netsamband.

Það eru íbúar Grímsnes- og Grafningshrepps sem koma til með að njóta góðs af örbylgjusendinum, en hreppurinn er einn sá fyrsti sem býður upp á slíka þjónustu. Um leið og Sturla tók sendinn í notkun sagði hann fjarskipti og gagnaflutninga vera hluta af þeirri þjónustu sem heimilin vilja og fyrirtækin þarfnist og því hafi verið stigið mikilvægt skref með tilkomu sendisins sem ætti að geta orðið íbúunum til hagsbóta. Ráðherra hrósaði sveitarstjórninni fyrir framsýni og dugnað við að útvega íbúum hreppsins hraðvirka nettengingu, sem hann sagði jákvætt dæmi um þá samkeppni sem komið var á í fjarskiptageiranum.

Það voru fyrirtækin eMax, Toppnet í Þorlákshöfn og TRS á Selfossi sem settu örbylgjusendinn upp í samvinnu við sveitarfélagið.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta