Hoppa yfir valmynd
17.11.2004 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Póstsaga Íslands

Sturla Böðvarson samgönguráðherra tók við öðru bindi af Póstsögu Íslands við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.

Sturla Böðvarsson tekur við Póstsögu Íslands
Islandspostur,_Sturla

Íslandspóstur hefur gefið út annað bindi Póstsögu Íslands eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing. Bókin er saga póstþjónustu áranna 1873-1935 ásamt því að vera samgöngusaga Íslendinga á þessu tímabili. Þróun þessa tíma var frá póstlestum til póstvagna og frá þeim til skipa, bifreiða og flugvéla.

Póstsaga Íslands er ríkulega skreytt myndum frá þessu tímabili s.s. af landpóstum, póstafgreiðslustöðum, póstskipum og bílum. Sögufélag, Fischersundi 3 hefur sölumumboð fyrir bókina og sér um dreifingu hennar.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íslandspósts.



Sturla Böðvarsson tekur við Póstsögu Íslands
Islandspostur,_Sturla

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta