Hoppa yfir valmynd
11.03.2005 Matvælaráðuneytið

Stefnumörkun í byggðamálum Suðurlands og Vestmannaeyja


Nr. 8/2005
Fréttatilkynning


Stefnumörkun í byggðamálum Suðurlands og Vestmannaeyja - skipan verkefnisstjórnar

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, hefur ákveðið að skipa verkefnisstjórn til að annast stefnumörkun í byggðamálum Suðurlands og Vestmannaeyja, í því skyni að treysta samkeppnishæfni og vöxt svæðisins. Óskað er eftir að verkefnisstjórnin taki mið af skýrslum sem nýlega voru unnar fyrir ráðuneytið og varða Eyjafjörð og Vestfirði. Gert er ráð fyrir að skilað verði skýrslu til ráðherra innan árs og í henni komi m.a. fram hvaða kostir komi helst til greina við að treysta vöxt og samkeppnishæfni svæðisins. Með tillögum fylgi áætlun um aðgerðir þar sem fram komi markmið þeirra, forsendur, ábyrgð á framkvæmd, þátttakendur, ásamt tíma- og kostnaðaráætlun.

Þeir sem skipaðir voru í verkefnisstjórnina eru: Baldur Pétursson deildarstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, formaður, Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri, í Vestmannaeyjum, Elliði Vignisson varaforseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, Friðrik Pálsson hótelstjóri Hótel Rangár, Guðrún Erlingsdóttir forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, Orri Hlöðversson bæjarstjóri í Hveragerði, Elín Einarsdóttir oddviti Mýrdalshrepps, Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, og Eyjólfur Árni Rafnsson framkvæmdastjóri Hönnunar hf. í Reykjavík. Með nefndinni munu starfa Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri á Iðntæknistofnun og Kristján Óskarsson, sérfræðingur á Iðntæknistofnun.

Markmið starfsins er fyrst og fremst að stuðla að auknum hagvexti svæðisins, fjölga atvinnutækifærum og treysta byggðakjarna svo þeir geti enn frekar sinnt því lykilhlutverki að vera miðstöð atvinnu, menningar og þjónustu.

Áherslur í starfinu eiga sér ekki langa sögu á sviði byggðamála hér á landi. Einkum er horft til uppbyggingar í formi svokallaðs vaxtarsamnings þar sem lögð er áhersla á klasa. Höfð verði hliðsjón af sambærilegum áherslum víða erlendis þar sem lögð er áhersla á að efla byggðakjarna með markaðstengdum aðgerðum þar sem atvinnulíf ber uppi hagvöxt svæða.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Vestmannaeyjabær og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga standa fyrir opnum fundi í Höllinni Vestmannaeyjum, föstudaginn 11. mars, þar sem fjallað verður um byggðaþróun og samkeppnishæfni á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.


Reykjavík, 11. mars 2005.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta