Hoppa yfir valmynd
12.04.2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

98,6% heimila fá póstinn sendan heim 5 daga vikunnar

Lög um póstþjónustu kveða á um að öll heimili í landinu fái póst sendan heim alla virka daga, nema kringumstæður eða landfræðilegar aðstæður hindri slíkt.

Frá því lögin tóku gildi hefur Íslandspóstur unnið að því að færa póstþjónustu í dreifbýli í 5 daga þjónustu, en fyrir gildistöku laganna naut hluti af íbúum dreifbýlisins ekki slíkrar þjónustu. Íslandspóstur hf. hefur nú lokið við að aðlaga dreifikerfi landpósta að fimm daga þjónustu í samræmi við lög þar um.

Í dag njóta 98,6% heimila 5 daga póstþjónustu, en 85 heimili á landinu njóta lakari þjónustu. Þar af eru 37 heimili í þriggja daga þjónustu, 43 í tveggja daga þjónustu og eitt heimili fær póst einu sinni í viku.
Íslandspóstur hefur, í samræmi við 10. grein reglugerðar um alþjónustu nr. 364/2003, sótt um undanþágu frá því að veita fimm daga póstþjónustu til þessara aðila.



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta