Hoppa yfir valmynd
16.06.2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fulltrúar 40 ríkja funda um fjarskipti

Dagana 20-24. júní fundar Evrópska samstarfsnefndin um fjarskipti á Hótel Nordica.

Fulltrúar 40 ríkja og hagsmunahópa sitja fundinn og hafa meira en 80 manns skráð þátttöku.

Eitt meginverkefni fundarins er að samræma notkun tíðnisviða í Evrópu og setja reglur sem tryggja einn innri markað í Evrópu fyrir fjarskiptatæki og þjónustu.

Meðal mála sem rædd verða á fundinum eru samræmdar reglur um notkun GSM-síma um borð í flugvélum og skipum, notkun FM útvarpstíðna fyrir ýmsan lágaflsbúnað, háhraða þráðlaus aðgangskerfi (WiMAX) og notkun 5 GHz tíðnisviðsins í Evrópu. Niðurstöður vinnuhópa á hinum ýmsu sviðum verða kynntar og ræddar og þess freistað að ná sem víðtækustu samkomulagi um niðurstöður.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar, www.pfs.is og hjá Guðmundi Ólafssyni forstöðumanni tæknisviðs í síma 510-1524



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta