Hoppa yfir valmynd
28.09.2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ábyrgð fjarskiptafyrirtækja

Samgönguráðherra hefur, í ljósi umræðu um fjarskiptaöryggi og ásakana í garð fjarskiptafyrirtækja, sent Póst- og fjarskiptastofnun bréf þess efnis að stofnunin bregðist sérstaklega við til þess að tryggja öryggi á þessu sviði.

Eftirfarandi er bréf til Póst- og fjarskiptastofnunar:

„Að undanförnu hefur verið mikil umræða um fjarskiptaöryggi og ábyrgð fjarskiptafyrirtækja og starfsmanna þeirra.

Ljóst er að tölvupóstur og önnur gögn um einkamálefni fólks njóta ríkrar verndar í stjórnarskrá og lögum, m.a. í 1. og 2. mgr. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti varðandi öryggi og þagnaskyldu. Við brotum á þeim liggja ströng viðurlög. Ekki er síður mikilvægt að almenningur glati ekki trausti á rafrænum samskiptum og öðrum grunnþáttum upplýsingasamfélagsins.

Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur nú að stefnumótun stjórnvalda á sviði net og upplýsingaöryggis og tillögum að verkaskiptingu hér að lútandi. Það er von ráðuneytisins að starf nefndarinnar leiði til þess að unnt verði að setja skýrar reglur og viðmið um öryggi neta og upplýsinga.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur, í umboði samgönguráðherra, mikilvægt og ríkt hlutverk við eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og framkvæmd fjarskiptalaga.

Í ljósi framangreindrar umfjöllunar og ásakana í garð fjarskiptafyrirtækja telur ráðuneytið óhjákvæmilegt að stofnunin bregðist sérstaklega við til þess að tryggja öryggi á þessu sviði."

Sturla Böðvarsson Ragnhildur Hjaltadóttir



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta