Hoppa yfir valmynd
13.10.2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Gengið til góðs götuna fram eftir veg í átt að einfaldara Íslandi

Ríkisstjórnin hefur sett fram sérstaka aðgerðaráætlun undir yfirskriftinni „Einfaldara Ísland" og skýrði forsætisráðherra frá henni í stefnuræðu sinni á Alþingi 4. október sl. Gera má ráð fyrir að ýmsir hafi velt fyrir sér hvernig það Ísland komi til með að líta út og hvernig verði að búa í því landi.

Því vill samgönguráðuneytið gefa upp nokkur dæmi um slíkt. Eins og áður hefur komið fram á þessum síðum skipaði samgönguráðherra fyrir um ári síðan starfshóp til að yfirfara öll lög og reglur á sviði ráðuneytisins með því markmiði að gera tillögur til hans um minnkun skriffinnsku fyrir þá sem þurfa til ráðuneytisins og stofanana þess að leyta. Þá skoðaði hópurinn sérstaklega hvernig lagaumhverfið samræmdist stjórnsýslulögum, þar á meðal rafrænni stjórnsýslu.

Ekki er rúm hér til að greina frá öllum framkomnum tillögum eða framkvæmdum. þessar verða nefndar helstar en lesendur jafnframt hvattir til að kynna sér skýrsluna á heimasíðu ráðuneytisinsins: /media/innanrikisraduneyti-media/media/Ymislegt/Skyrsla_starfshops_um_minnkun_skriffinnsku.doc

Á sviði umferðar- og vegamála hefur verið ákveðið að vinna að heildarendurskoðun á umferðarlögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, athuga aðgang að starfsgrein leigubifreiðastjóra og flytja veitingu starfsleyfa til reksturs bílaleiga til Vegagerðar.

Á sviði siglingamála verður unnið að því að útgáfa atvinnuskírteina verði á einum stað, unnið er að samningu nýrrar löggjafa um öryggismönnun fiskiskipa sem leysir af hólmi lög um atvinnuréttindi skipsstjórnarmanna en m.a. er lagt til að endurskoðaðar verði menntunarkröfur til þeirra með það fyrir augum að koma á eðlilegu jafnvægi á milli löggjafar og framkvæmdar þar sem lögð er áhersla á öryggi.

Unnið er að endurskipulagningu Flugmálastjórnar Íslands þannig að aðskilið verði framkvæmdir og þjónusta annars vegar og stjórnsýsluverkefni eins og öryggiseftirlit hins vegar.

Þá hefur viðamiklu samstarfsverkefni margra aðila, undir forystu dómsmálaráðuneytisins, verið hleypt af stokkunum sem miðar að því að samræma loftfararskrá, skipaskrá og bifreiðaskrá við veðmálabækur þinglýsingastjóra. Með þessu mun óvissu eytt um hvort séu veðbönd á skipi eða flugvél sem skiptir um eigendur.

Rætt hefur verið um frumskóg leyfa sem eigendur veitinga- og gististaða þurfa að fá og viðhalda fyrir starfsemi sína og brýna nauðsyn einföldunar. Undir það skal tekið hér. Óvenju margir opinberir aðilar, bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga, koma að þessum málum og telur því samgönguráðuneytið mikilvægt skref í átt til einföldunar að fækka ábyrgum aðilum, leyfum og framlögðum gögnum. Ráðuneytið mun beita sér fyrir þessu.

Á sama tíma og litið er yfir gildandi lagaumhverfi með réttarbætur í huga er ekki síður mikilvægt að hafa hugfast við setningu nýrra laga og reglna að íþyngja ekki borgurunum með óþarfa leyfum, gagnasöfnun og eftirliti.



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta