Hoppa yfir valmynd
16.12.2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Áfangaskýrsla og fundur með forstöðumönnum

Í gær fundaði samgönguráðherra með forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins, formönnum ráða og starfsmönnum úr ráðuneytinu.

Fundarmenn á forstöðumannafundi
Fundarmenn_a_forstodumannfundi

Sú hefð hefur skapast að tvisvar á ári efnir ráðherrann til forstöðumannafundar. Tilgangur fyrri fundar ársins er að leiða saman forsvarsmenn í málaflokkum ráðuneytisins og fara með þeim yfir áherslur ársins. Seinni fundur ársins er aftur á móti notaður til að kynna starfsemi einstaka stofnunar fyrir forsvarsmönnum annarra stofnana ráðuneytisins. Fundurinn í gær var að þessu sinni á forræði Flugmálastjórnar Íslands.

Á fundinum kynnti Flugmálastjóri skipulag og starfsemi stofnunarinnar. Þá voru fundarmenn leiddir um flugstjórnarmiðstöðina og nýr og glæsilegur flughermir sýndur.

Við þetta tækifæri afhenti Sturla Böðvarsson fundarmönnum áfangaskýrslu ráðuneytisins. Í skýrslunni er greint frá framgangi markmiða sem sett voru fram haustið 2003 í verkefnaáætlun ráðuneytisins fyrir árin 2003 til 2007. Nú þegar tímabilið er hálfnað hefur verið farið yfir verkefnaáætlunina með það fyrir augum að greina hvaða markmiðum hefur verið náð, hver staðan er á verkefnum sem eru enn í vinnslu og bæta við upplýsingum um verkefni sem unnin hafa verið til viðbótar við þau sem rötuðu inn í áætlunina. Þá er greint frá nýjum verkefnum sem ákveðið hefur verið að ráðast í.

Þeir áhugasömu geta nálgast áfangaskýrslu ráðuneytisins og glærukynningu flugmálastjóra hér fyrir neðan:

Skipulag og starfsemi Flugmálastjórnar Íslands (PDF-9MB)
Áfangaskýrsla um verkefnaáætlun samgönguráðuneyti 2003 ? 2007 (PDF-800KB)



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta