Hoppa yfir valmynd
13.12.2006 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Tíðnisvið fyrir þriðju kynslóð farsíma boðin út innan skamms

Póst- og fjarskiptastofnun mun bjóða út tíðnisvið fyrir þriðju kynslóð farsíma innan skamms. Gert er ráð fyrir að tíðniheimildir verði gefnar út í byrjun annars ársfjórðungs 2007.

Haft verður samráð við hagsmunaaðila og hafa þeir frest til kl. 12, miðvikudaginn 20. desember 2006 til að skila inn umsögnum, athugasemdum og ábendingum. Allt að fjórum bjóðendum verður úthlutað tíðnum.

Gerð verður lágmarkskrafa um útbreiðslu til hvers tíðnirétthafa samkvæmt lögum nr. 8/2005. Skal þriðju kynslóðar farsímaþjónusta ná til a.m.k. 60% íbúa sérhverra eftirfarandi svæða:

a) Höfuðborgarsvæðis

b) Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands vestra

c) Norðurlands eystra og Austurlands

d) Suðurlands og Suðurnesja

Sett verða skilyrði um hraða uppbyggingarinnar í 4 áföngum.

Tíðniheimildir munu gilda í 15 ár.

Þjónusta sem byggir á þriðju kynslóð farsíma tryggir neytendum hraðari gagnaflutning en hefðbundin farsímaþjónusta sem byggir á GSM tækni. Erlendis hefur þjónusta sem byggir á tækni þriðju kynslóðar farsíma sótt í sig veðrið undanfarið og ýmis þjónusta sem krefst mikillar bandbreiddar hefur náð fótfestu. Notendabúnaður er til í fjölbreyttu úrvali á samkeppnishæfu verði. Það er því von Póst- og fjarskiptastofnunar að úthlutun tíðniheimilda fyrir þriðju kynslóðar farsímaneta hér á landi muni leiða til aukins framboðs þjónustu og aukinnar samkeppni á fjarskiptamarkaði hérlendis.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem þessa frétt er að finna.



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta