Hoppa yfir valmynd
08.05.2007 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Botnrannsóknir vegna sæstrengs í sumar

Stefnt er að því að nauðsynlegar botnrannsóknir vegna lagningar nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu fari fram í sumar. Samgönguráðuneytið hefur haft forgöngu um undirbúningsvinnuna og er stefnt að því að nýr sæstrengur verði tekinn í notkun haustið 2008.

Sumarið 2006 skipaði samgönguráðherra starfshóp sem gera átti tillögu um hvernig tryggja megi varasamband fjarskipta við umheiminn í framtíðinni. Í starfshópnum voru fulltrúar stjórnvalda, fjarskiptafyrirtækja og atvinnulífsins.

Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði til að gera tillögu um hvernig tryggja megi varasamband fjarskipta við umheiminn í framtíðinni lagði til að nýr sæstrengur yrði lagður frá Íslandi til Evrópu og lagði í því sambandi til ákveðna aðgerðaráætlun. Í framhaldinu samþykkti ríkisstjórnin að fela samgönguráðherra að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs. Leitað yrði samstarfs við fjarskiptafyrirtækin og aðra hagsmunaaðila um mögulega fjármögnun. Í byrjun árs 2007 hófst undirbúningsvinna undir forystu samgönguráðuneytisins með þátttöku annarra hluthafa í E-Farice ehf., eignarhaldsfélaginu sem fer með hlut Íslands í Farice sæstrengnum.

Skipaðir voru leiðarvals- og fjármögnunarhópar en hlutverk þessara hópa hefur verið að fara yfir hvaða kostir koma helst til greina hvað varðar legu sæstrengs milli Íslands og Evrópu og bera þá saman út frá ýmsum þáttum svo sem: Stofnkostnaði, rekstrarkostnaði, aðgengi að landstrengjum við landtökustað, áhættu vegna fiskveiða og annarra þátta og áhrifa á uppbyggingu nýrrar þjónustu hér á landi t.d. gagnaþjónustumiðstöðva. Lagt var til að E-Farice ehf. tæki við yfirumsjón verkefnisins sem var samþykkt á stjórnarfundi 27. mars sl. Stefnt er að því að nauðsynlegar botnrannsóknir fari fram í sumar og verður öðrum áhugasömum aðilum boðin þátttaka í verkefninu.

Mörg tækifæri í öruggu varasambandi

Samgönguráðuneytið leggur mikla áherslu á að þetta verkefni nái fram að ganga og að ljúka megi við lagningu á nýjum sæstreng eigi síðar en haustið 2008 enda verulegir öryggis- og viðskiptahagsmunir bundnir við millilandasambandið. Einnig felast í því mikil tækifæri að hafa öruggt varasamband. Í þessu sambandi má minna á að í nýlegri skýrslu nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi segir að ein af meginforsendum þess að hægt sé að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegt land fyrir alþjóðlega fjármálastarfsemi er fullkomið fjarskiptasamband milli Íslands og annarra landa. Erlend félög kanna fyrst hversu traust millilandasamskiptis séu þegar til álita kemur að hefja starfsemi í nýju landi. Þá felast tækifærin ekki bara í alþjóðlegri fjármálastarfsemi heldur einnig í t.d. rekstri netvera og gagnaþjónustumiðstöðva.

Þá má geta þess að fjarskiptaráð fagnaði því á fundi sínum í mars að hafinn væri undirbúningur að lagningu nýs sæstrengs. ,,Mikilvægt er að þeirri vinnu verði hraðað sem kostur er enda verulegir öryggis- og viðskiptahagsmunir bundnir við millilandasambandið og röskun á því getur haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar,” segir í bókun fjarskiptaráðs.



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta