Hoppa yfir valmynd
04.09.2008 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Síminn með lægsta tilboðið í háhraðanettengingar

Sjö tilboð bárust í háhraðanetþjónustu í útboði fjarskiptasjóðs en þau voru opnuð hjá Ríkiskaupum í morgun. Tilboðin voru á bilinu frá 379 milljónir króna til fimm milljarðar.

Tilboð frá Símanum var lægst en það hljóðar uppá 379 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að uppbyggingin taki 12 mánuði. Útboðið var tæknilega óháð en í lægsta tilboðinu er aðallega byggt á þráðlausri 3G tækni.

Markmiðið með útboðinu er að veita öllum landsmönnum sem þess óska aðgang að háhraðanettengingu. Snýst verkefnið um uppbyggingu á háhraðanetsþjónustu á svæðum sem markaðsaðilar hafa ekki eða munu ekki bjóða uppá slíkar tengingar á markaðslegum forsendum. Felur útboðið í sér stuðning fjarskiptasjóðs við uppbyggingu á háhraðanettengingum á skilgreindum stöðum samkvæmt útboðinu en það eru lögheimili með heilsársbúsetu eða fyrirtæki með starfsemi allt árið þar sem háhraðnettengingar eru ekki fyrir hendi.

Tilboðin verða metin út frá tilboðsupphæð, lengd verktíma og gagnaflutningshraða og eru gefin stig fyrir hvern þátt. Kostnaðaráætlun kaupanda er á bilinu 1.300 milljónir króna til 2.750 milljóna. Í áætluninni er ekki tekið tillit til möglegrar tekju- eða kostnaðarsamlegðar með öðrum kerfum, þjónustu eða verkefnum bjóðenda.

Eftirfarandi tilboð bárust:


1. Nordisk Mobil Island ehf

Heildartilboðsfjárhæð 974.864.503.-
Hraði uppbyggingar (verklok í mánuðum frá undirritun samnings) 12 mánuðir
Meðalhraði gagnaflutnings aðgangsleggs (með 1 aukastaf) 3,0 Mb/s
Háhraðafarnetsþjónusta já


2. Síminn hf
Tilboð 2

Heildartilboðsfjárhæð 379.000.000.-
Hraði uppbyggingar (verklok í mánuðum frá undirritun samnings) 12 mánuðir
Meðalhraði gagnaflutnings aðgangsleggs (með 1 aukastaf) 6,0 Mb/s
Háhraðafarnetsþjónusta já


3. Síminn hf
Tilboð 1

Heildartilboðsfjárhæð 5.000.000.000.-
Hraði uppbyggingar (verklok í mánuðum frá undirritun samnings) 22 mánuðir
Meðalhraði gagnaflutnings aðgangsleggs (með 1 aukastaf) 12.0 Mb/s
Háhraðafarnetsþjónusta já


4. Hringiðan ehf
Tilboð 2

Heildartilboðsfjárhæð 1.297.257.098.-
Hraði uppbyggingar (verklok í mánuðum frá undirritun samnings) 12 mánuðir
Meðalhraði gagnaflutnings aðgangsleggs (með 1 aukastaf) 12,3 Mb/s
Háhraðafarnetsþjónusta já


5. Hringiðan ehf
Tilboð 1

Heildartilboðsfjárhæð 1.499.719.189.-
Hraði uppbyggingar (verklok í mánuðum frá undirritun samnings) 12 mánuðir
Meðalhraði gagnaflutnings aðgangsleggs (með 1 aukastaf) 12,3 Mb/s
Háhraðafarnetsþjónusta já


6. Og fjarskipti ehf
Tilboð 2

Heildartilboðsfjárhæð 1.858.339.001.-
Hraði uppbyggingar (verklok í mánuðum frá undirritun samnings) 16 mánuðir
Meðalhraði gagnaflutnings aðgangsleggs (með 1 aukastaf) 6,2 Mb/s
Háhraðafarnetsþjónusta já


7. Og fjarskipti ehf
Tilboð 1

Heildartilboðsfjárhæð 2.256.549.333.-
Hraði uppbyggingar (verklok í mánuðum frá undirritun samnings) 17 mánuðir
Meðalhraði gagnaflutnings aðgangsleggs (með 1 aukastaf) 6,5 Mb/s
Háhraðafarnetsþjónusta já



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta