Hoppa yfir valmynd
21.10.2008 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að reglugerð um markaðsgreiningar í fjarskiptum til umsagnar

Lögð hafa verið fram til kynningar drög að reglugerð um markaðsgreiningar á sviði fjarskipta. Samgönguráðuneytið óskar eftir umsögn hagsmunaaðila eigi síðar en 5. nóvember næstkomandi.

Reglugerðin fjallar um málsmeðferð og helstu viðmið sem byggja skuli á við skilgreiningu fjarskiptamarkaða, greiningu á þeim, ákvörðun um útnefningu fyrirtækis eða fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og ákvörðun um kvaðir samkvæmt ákvæðum, fjarskiptalaga nr. 81/2003.

Lagastoð reglugerðar um markaðsgreiningar á sviði fjarskipta er í 3. mgr. 18. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003.

Athugasemdir skal senda á netfangið [email protected].



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta