Hoppa yfir valmynd
20.11.2008 Innviðaráðuneytið

Ávarpaði ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

Kristján L. Möller samgönguráðherra flutti ræðu á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í dag og ræddi meðal annars áhrif efnahagskreppunnar á sveitarfélögin og viðbrögð samgönguráðuneytisins við þeim, hugsanlega stækkun sveitarfélaga og fleira.

Samgönguráðherra ávarpar ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga
Samgönguráðherra ávarpar ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

Samgönguráðherra ræddi í upphafi um fjárhagsstöðu og áætlanir bæði ríkis og sveitarfélaga og sagði ljóst að draga yrði úr útgjöldum. Ríki og sveitarfélög yrðu að forgangsraða en mestu máli skipti að verja grunnþjónustuna. Þá sagði hann að þrátt fyrir efnahagsvandann yrði að horfa til framtíðar og að áfram yrði unnið að því að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga, svo sem er varða aldraða og fatlaða, og um leið nauðsynlega fjármuni.

Einnig greindi ráðherra frá þeirri ætlan að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga til að tryggja að tekjustofnar verði í samræmi við fjárþörf vegna nýrra verkefna. Ráðist verður einnig í heildarendurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga með það að markmiði að nýjar úthlutunarreglur geti tekið gildi um leið og ný verkefni flytjast til sveitarfélaganna árið 2011.

Eins og á öðrum fundum hjá landshlutasamtökum sveitarfélaga minntist samgönguráðherra á eflingu sveitarfélaga með mögulegri stækkun þeirra. Boðaði hann lagafrumvarp sem snúast á um hækkun lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga úr 50 í 1.000.

Auk ráðherra ávörpuðu þeir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fundinn og í kjölfarið urðu nokkrar umræður um stöðu sveitarfélaga, stækkun þeirra og samgöngumál. Að því loknu fóru fram aðalfundarstörf Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Var þar meðal annars samþykkt tillaga um inngöngu Hafnar í Hornafirði í samtökin en sveitarfélagið tilheyrir nú Suðurkjördæmi.


Samgönguráðherra ávarpar ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga    
Kristján L. Möller samgönguráðherra flutti ræðu á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í dag.       


Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta