Hoppa yfir valmynd
22.11.2008 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra á ársfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Kristján L. Möller samgönguráðherra ávarpaði í gær ársfund Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Kom meðal annars fram í máli hans þar að þrátt fyrir að draga kunni úr umfangsmiklum framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu á næstunni yrði unnið að ýmsum úrbótum til að greiða fyrir umferð, ekki síst almenningsvagna.

Kristján L. Möller ávarpar ársþing Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Kristján L. Möller ávarpar ársfund Samtaka sveitarfélaga á höfuð-borgarsvæðinu.

Aðalfundur SSH er síðasti aðalfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga en ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála hefur sótt þessa fundi undanfarnar vikur. Þar hefur hann farið yfir þá stefnu stjórnvalda að efla og stækka sveitarfélög meðal annars með því að færa þeim aukin verkefni, svo sem ábyrgð á málefnum aldraðra og fatlaðra með tilheyrandi fjárframlögum. Einnig hefur hann á síðustu fundunum greint frá aðgerðum og samráði ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að bregðast við aðsteðjandi fjárhagsvanda sveitarfélaga vegna efnahagsástandsins.

Á fundunum hefur samgönguráðherra einnig viðrað þá fyrirætlan sína að leggja fram á Alþingi á næstunni lagafrumvarp er breyta myndi lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga sem nú er 50 og hækka hana í 1.000. Gerir hann ráð fyrir að breytingin geti tekið gildi með aðlögunartíma og að einnig yrði tekið tillit til sérstakra aðstæðna ef á þyrfti að halda. Hann sagði stækkun og sameiningu sveitarfélaga helst eiga við víða út um land en þó mætti varpa því fram hvort sameiningarmöguleikar væru meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.


    

Kristján L. Möller ávarpar ársþing Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Kristján L. Möller flutti ræðu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gær.

   
 Frá ársfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta