Hoppa yfir valmynd
28.11.2008 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fjarskiptaáætlun í endurskoðun

Nú stendur yfir endurskoðun fjarskiptaáætlunar til sex ára. Núgildandi áætlun gildir fyrir árin 2005 til 2010 og hafa verkefni hennar einkum snúist um að bæta GSM farsímaþjónustu, háhraðatengingar og úrbætur á útsendingu stafræns sjónvarpsefnis.

Vinnufundur um endurskoðun fjarskiptaáætlunar
Karl Alvarsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneyti, flytur erindi á vinnufundi um endurskoðun fjarskiptaáætlunar.

Samgönguráðuneytið efndi í gær til vinnufundar vegna endurskoðunarinnar og sátu hann fulltrúar fyrirtækja á sviði síma- og netþjónustu, ýmissa hagsmunaaðila, ráðuneyta auk fulltrúa ráðuneytisins.

Fundurinn hófst með ávarpi Gunnars Svavarssonar, formanns stjórnar fjarskiptasjóðs. Síðan gerði Karl Alvarsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, grein fyrir helstu markmiðum fjarskiptaáætlunar en þau lúta að því að tryggja hagkvæm og örugg fjarskipti og virka samkeppni. Með stefnumótun hennar sé ætlunin að auka samkeppnishæfni landsins, stuðla að framþróun atvinnulífs, nýta fjármagn betur og samræma forgangsröðun verkefna. Þá sagði Karl að við endurskoðunina þyrfti að fara yfir eftirtalin svið: Umhverfi fjarskipta, innviði, þjónustu, notendur og að lokum öryggi.

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, ræddi stöðu fjarskipta á Íslandi og fjallaði um styrkleika og veikleika, ógnanir og tækifæri. Þá flutti Guðný Hrund Karlsdóttir, viðskiptastjóri hjá Maritech ehf. pistil um fjarskipti og landsbyggðina en pistilinn sendi hún rafrænt til flutnings þar sem hún komst ekki á fundarstað vegna óveðurs. Síðan ræddu þau Helga Waage, tæknistjóri Hexia, og Hjálmar Gíslason frumkvöðull um framtíðarsýn.

Í kjölfarið störfuðu síðan vinnuhópar og settu fram tillögur sínar og hugmyndir um atriði sem koma þyrftu til umræðu við endurskoðunina. Verkefnisstjórn vinnur í framhaldinu úr niðurstöðum vinnufundarins og verða drög áætlunarinnar kynnt á netinu. Gert er ráð fyrir að samgönguráðherra geti lagt hina endurskoðuðu áætlun fram á Alþingi með vorinu.



Vinnufundur um endurskoðun fjarskiptaáætlunar    
Fulltrúar frá hagsmunaaðilum og fyrirtækjum í net- og símaþjónustu sóttu vinnufundinn.      

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta