Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Tekjujöfnunarfamlög 2008
Farið hefur fram endurskoðun á útreikningi tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2008, sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 113/2003. Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga vegna tekna 2007.
Ráðgjafarnefndin lagði til að endanleg tekjujöfnunarframlög ársins næmu tæplega 1.299 milljónum króna. Uppgjör framlaganna fór fram 29. desember síðastliðinn.
Heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga 2008
Ráðgjafarnefndin lagði til að heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga ársins 2008, sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 113/2003, næmi 4.400 milljónum króna. Framlögin hafa verið endurskoðuð með tilliti til tekna sveitarfélaga og íbúafjölda í sveitarfélögum 1. desember 2007. Uppgjör framlaganna fór fram 30. desember síðastliðinn.