Hoppa yfir valmynd
08.05.2009 Innviðaráðuneytið

Áframhaldandi vinna við eflingu sveitarstjórnarstigsins

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið að halda áfram þróunarvinnu varðandi leiðir við eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Um er að ræða rannskóknarverkefni sem ætlað er að örva og hvetja til umræðu um sameiningu sveitarfélaga í samræmi við 88. gr. sveitarstjórnarlaga. Þetta framtak er einnig í samræmi við yfirlýstan vilja stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, um að vinna beri að sameiningu sveitarfélaga samhliða annarri eflingu sveitarstjórnarstigins.

Verkefnið lýtur að því að skoða hvern landshluta fyrir sig og meta hvers konar sameiningarkostir á viðkomandi svæði kunna að vera heppilegir til að mæta áðurgreindum fyrirætlunum um eflingu sveitarstjórnarstigins. Við það mat skal taka mið af því að sameiningarkostir hafi bæði samfélagslega og hagræna þýðingu í för með sér og að líklegt sé að samstaða gæti skapast um slíka kosti.

Verkefnið mun ekki einskorðast við að athuga hefðbundnar sameiningar sveitarfélaga, heldur mun einnig verða tekið tillit til úttektar Stjórnsýsluráðgjafar ehf. frá síðsta hausti þar sem kynntar voru ýmsar nýjar leiðir til eflingar á sveitarstjórnarstiginu .

Niðurstöður verkefnisins varðandi sameiningar- og samstarfskosti skoðast sem ábendingar og hvatning til viðkomandi sveitarfélaga og stjórnvalda en fela ekki í sér neinar formlegar tillögur um sameiningar.

Ráðgjafar munu setja sig í samband við fulltrúa sveitarfélaga á næstu vikum og mánuðum þar sem könnuð verða viðbrögð við áðurnefndum hugmyndum til eflingar sveitarstjórnarstigsins. Ráðuneytið óskar eftir samvinnu og samráði við sveitarfélög, landshlutasamtök og Samband íslenskra sveitarfélaga vegna vinnu við þetta verkefni.

Nánari upplýsingar eru veittar á sveitarstjórnarskrifstofu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Sjá einnig:




Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta