Hoppa yfir valmynd
04.06.2009 Innviðaráðuneytið

Sameiningarmál Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs rædd við ráðherra

Fulltrúar sveitarfélaganna Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs áttu á þriðjudag fund með samgönguráðherra og fleiri fulltrúum samgönguráðuneytisins á Egilsstöðum. Fundarefnið var hugsanleg sameining sveitarfélaganna sem nú er til athugunar.

Sveitarstjórnirnar hafa báðar lýst yfir áhuga á að kanna kosti þess að sameina sveitarfélögin og er víðtæk umræða fyrirhuguð meðal íbúa á næstunni. Forráðamenn sveitarfélaganna telja að meðal forsendna sameiningar sé fyrirhugaður nýr vegur um Öxi og inntu þeir samgönguráðherra eftir tímasetningu þeirrar framkvæmdar. Einnig var rætt um möguleg framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameiningarinnar.

Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði unnið að undirbúningi vegagerðar um Öxi en útilokað væri að upplýsa á þessari stundu hvenær hún kæmist á samgönguáætlun.



Samgönguráðherra ræðir sameiningarmál við fulltrúa Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs.    
Sveitarstjórar og aðrir fulltrúar Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs ræddu við samgönguráðherra og embættismenn samgönguráðuneytisins um möguleg sameiningarmál sín á Egilsstöðum í gær.      

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta