Hoppa yfir valmynd
08.06.2009 Innviðaráðuneytið

Afturköllun á úthlutun lóðarskika úrskurðuð ógild

Samgönguráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í máli er varðar afturköllun Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fyrri ákvörðun um afhendingu lóðarskika. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að afturköllunin hefði ekki verið framkvæmd með lögmætum hætti og sé því ógild.

Afhending lóðarskikans til kærenda grundvallaðist á sáttargjörð milli þeirra og sveitarfélagsins sem hafði ekki verið gengið frá með formlegum hætti en þó framkvæmd eftir efni sínu. Lóðarskikanun var síðan úthlutað síðar til þriðja aðila. Ráðuneytið leit svo á að í þeirri úthlutun fælist afturköllun fyrri ákvörðunar. Ekki hafi hins vegar við þá afturköllun verið gætt stjórnsýslureglna auk þess sem sjónarmið um réttmætar væntingar kærenda og góða trú voru talin eiga við.

Úrskurðinn er unnt að nálgast hér.

Úrskurði samgönguráðuneytisins má nálgast undir Flýtileiðir/Úrskurðir hægra megin á forsíðu eða undir valmyndinni Ráðuneyti - Úrskurðir.



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta