Hoppa yfir valmynd
02.07.2009 Innviðaráðuneytið

Ógildingu eignarnáms hafnað

Samgönguráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í máli þar sem krafist var ógildingar á ákvörðun Hrunamannahrepps um töku lands eignarnámi samkvæmt 32. grein skipulags- og byggingarlaga, til vegagerðar.

Niðurstaða ráðuneytisins var súað hafna kröfunni. Þá var einnig gerð sú krafa að úrskurðað yrði um skyldu hreppsins til að kaupa fasteignir og rekstur kæranda og var niðurstaðan að vísa þeirri kröfu frá.

Ráðuneytið taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við málsmeðferð hreppsins sem leiddi til töku hinnar kærðu ákvörðunar en ákvörðun um það hvort skilyrði 32. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 ætti undir úrskurðarnefnd samkvæmt 8. gr. laganna en ekki úrskurðarvald ráðuneytisins samkvæmt 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Að sama skapi leit ráðuneytið svo á að það væri úrskurðarnefndarinnar að fjalla um ákvarðanir sem teknar væru á grundvelli 33. gr. skipulags- og byggingarlaga varðandi bótarétt vegna skipulags og yfirtöku eigna.   

 

 

Úrskurðir eru hægra megin neðarlega á forsíðu ráðuneytisins undir hlekknum úrskurðir.

 



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta