Hoppa yfir valmynd
11.08.2009 Innviðaráðuneytið

Tekjustofnanefnd á fyrsta fundi

Nefnd sem vinna á tillögur um að styrkja tekjustofna sveitarfélaga hélt fyrsta fund sinn í dag. Kristján L. Möller samgönguráðherra skipaði nefndina fyrr í sumar og á hún að skila tillögum sínum fyrir 1. apríl.
Tekjustofnanefnd á fyrsta fundi sínum 11. ágúst 2009.
Tekjustofnanefnd á fyrsta fundi sínum 11. ágúst 2009.

Á þessum fyrsta ræddu nefndarmenn um tilhögun verkefnisins og fyrirkomulag vinnunnar.

Nefndin er sett á laggirnar í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en þar er kveðið á að vinna skuli tillögur um að breikka og styrkja tekjustofna sveitarfélaga. Auk þess að leggja fram tillögur um tekjustofna skal nefndin undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum í tengslum við breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem koma á til framkvæmda árið 2011. Nefndina skipa fulltrúi samgönguráðherra, fulltrúi fjármálaráðherra, þrír fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúum þingflokka sem starfa á Alþingi.

Í nefndinni eiga sæti:

  • Gunnar Svavarsson, fulltrúi samgönguráðherra, en hann er jafnframt formaður nefndarinnar
  • Sigurður Guðmundsson, fulltrúi fjármálaráðherra
  • Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
  • Birna Lárusdóttir, fulltrúi þingflokks Sjálfstæðisflokksins
  • Ragnheiður Hergeirsdóttir, fulltrúi þingflokks Samfylkingarinnar
  • Petrína Baldursdóttir, fulltrúi þingflokks Framsóknarflokksins
  • Jón Kr. Arnarson, fulltrúi þingflokks Borgarahreyfingarinnar
  • Elín Líndal, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Lúðvík Geirsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Sigrún Björk Jakobsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga

Þá starfa með nefndinni fulltrúar samgönguráðuneytisins, þeir Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu, Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur á sveitarstjórnarskrifstofu og Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga.


Tekjustofnanefnd á fyrsta fundi sínum 11. ágúst 2009.      
Frá vinstri: Gunnlaugur Júlíusson, Jón Kr. Arnarson, Elín Líndal, Sigurður Guðmundsson, Gunnar Svavarsson, Hermann Sæmundsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Jóhannes Finnur Halldórsson, Lúðvík Geirsson og Árni Þór Sigurðsson. Á myndina vantar þær Birnu Lárusdóttur og Ragnheiði Hergeirsdóttur.      



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta