Hoppa yfir valmynd
17.08.2009 Heilbrigðisráðuneytið

Velferð barna á tímum efnahagsþrenginga

Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins hefur skilað af sér skýrslu um sálfélagslega velferð barna á tímum efnahagsþrenginga.

Á ráðstefnunni „Velferð íslenskra barna - sóknarfæri á umbrotatímum“ sem haldin er í dag 17. ágúst kynnti Héðinn Unnsteinsson skýrslu sem starfshópur um sálfélagsleg viðbrögð við efnahagskreppunni tók saman.

Starfshópurinn sem skipaður var þann 21. janúar 2009 af þáverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni skilaði tillögum um það hvernig best mætti verjast sálfélagslegum afleiðingum efnahagskreppunnar til Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra nýlega. Í öllu starfi hópsins var horft sérstaklega til reynslu annarra þjóða af svipuðu hruni og efnahagsþrengingum sem hér urðu á liðnu hausti.

Starfshópurinn hafði víðtæk samráð við fagaðila og fulltrúa félagasamtaka og lagði áherslu á að hugmyndir að aðgerðum væru framkvæmanlegar með sem minnstum tilkostnaði í ljósi þeirrar hagræðingar sem þegar er hafin í heilbrigðiskerfinu.

 



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta