Hoppa yfir valmynd
23.09.2009 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Sala háhraðanettenginga hafin í 8 sveitarfélögum á Norður- og Norðausturlandi

Sala á háhraðanettengingum á vegum fjarskiptasjóðs er hafin á skilgreindum stöðum í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðarhreppi, Norðurþingi og Langanesbyggð.

Uppbyggingu háhraðanetkerfis er lokið í þessum sveitarfélögum og við tekur sala og uppsetning tenginga til þeirra 255 heimila eða fyrirtækja sem rétt eiga á tengingum í þessum sveitarfélögum og sem tilheyra 2. markaðssvæði þessa verkefnis.

Verkefnið byggist á markmiði fjarskiptaáætlunar samgönguráðuneytisins um að gefa öllum landsmönnum sem þess óska kost á háhraðanettengingu. Sala á fyrsta markaðsvæði hófst 26. ágúst en þá var 374 heimilum og fyrirtækjum í Skagafirði og Akrahreppi boðin þjónusta.

Háhraðaverkefni fjarskiptasjóðs hófst formlega 25. febrúar síðastliðinn með undirritun samnings sjóðsins fyrir hönd samgönguráðuneytisins og Símans hf. sem átti hagkvæmasta tilboðið í verkefnið. Samið var um tengingu rúmlega 1.700 heimila eða fyrirtækja víðs vegar um land og eru áætluð verklok í árslok 2010.

Uppbygging á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi nýtur forgangs í verkáætlun.

Mismunandi tækni er notuð til að tengja hvern stað en hraði hverrar tengingar er meðal annars háður tækninni og fjarlægð staðar frá sendistöð. Tengingar í boði með 3G kerfi Símans verða 1Mb/s - 2Mb/s fram að verklokum. Eftir það verður boðið uppá pakka með meiri hraða. ADSL tengingar verða í boði þar sem hentugt verður að koma þeim við. Notuð verður gervihnattatækni í nokkrum undantekningartilvikum þar sem erfitt verður að koma við hefðbundnum aðgangsnetum.

Símanum hf. ber að bjóða íbúum þjónustu en þess er vænst að aðrir söluaðilar netþjónustu bjóði íbúum einnig þjónustu enda stendur það öllum söluaðilum til boða.


Nánari upplýsingar er að finna á vef fjarskiptasjóðs.



Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta