Hoppa yfir valmynd
30.11.2009 Innviðaráðuneytið

Ræddi við talsmenn ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fundaði nýlega með talsmönnum ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna. Tilefnið var að fara yfir tillögur í greinargerð starfshóps um að jafna betur hlut kynja í sveitarstjórnum.Ráðherra hefur kynnt  niðurstöður greinargerðarinnar og þær aðgerðir sem hann hefur ákveðið að grípa til fyrir formönnum stjórnmálaflokkanna og öðrum úr forystusveitum flokkanna og óskað eftir samvinnu um framkvæmd þeirra.

Liður í þeirri kynningu ráðherra var að fá til sín talsmenn ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna og var sá fundur haldinn fimmtudaginn 26. nóvember. Lagði ráðherra mikla áherslu á mikilvægi samráðs við unga fólkið og óskaði sérstaklega eftir tillögum frá þeim og áframhaldandi samstarfi. Fundurinn var mjög góður og kom ráðherra ekki að tómum kofanum hjá þessu unga fólki sem vill leggja sitt að mörkum til að jafna hlut kvenna og karla í stjórnmálum og þá ekki síður að ungt fólk  af báðum kynjum komi þar að.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ræðir við fulltrúa ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka.

 

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta