Hoppa yfir valmynd
22.12.2009 Innviðaráðuneytið

Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðun og uppgjör eftirfarandi framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2009.

Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts  2009

Farið hefur fram endurskoðun á úthlutun framlaga til sveitarfélaga á grundvelli reglugerðar nr. 80/2001 vegna jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga í kjölfar lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2009.  Endurskoðunin tekur mið af leiðréttingu framlaganna vegna ársins 2008.

Heildarúthlutun framlaganna í ár nemur um 2.248 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna koma til greiðslu í dag.

Tekjujöfnunarframlög 2009

Farið hefur fram endurskoðun á úthlutun tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2009, sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 113/2003.  Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga  vegna tekna 2008 og leiðréttingu framlaganna vegna ársins 2008.

Heildarúthlutun tekjujöfnunarframlaga í ár nemur tæplega 1.242 m.kr.  Eftirstöðvar framlaganna koma til greiðslu í dag.

Útgjaldajöfnunarframlög 2009

Farið hefur fram endurskoðun á úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga fyrir árið 2009, sbr.  13. gr. reglugerðar nr. 113/2003. Við endurskoðunina var tekið mið af leiðréttum hámarkstekjum á íbúa í hverju sveitarfélagi og áætluðum íbúafjölda í sveitarfélögum 1. desember 2008. Jafnframt var tekið tillit til leiðréttingar framlaganna vegna ársins  2008.

Heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga í ár nemur 3.900 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna koma til greiðslu  í dag.

 


 

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta