Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Framlög til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts 2009
Farið hefur fram endurskoðun á úthlutun framlaga til sveitarfélaga á grundvelli reglugerðar nr. 80/2001 vegna jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga í kjölfar lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2009. Endurskoðunin tekur mið af leiðréttingu framlaganna vegna ársins 2008.
Heildarúthlutun framlaganna í ár nemur um 2.248 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna koma til greiðslu í dag.
Tekjujöfnunarframlög 2009
Farið hefur fram endurskoðun á úthlutun tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2009, sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 113/2003. Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga vegna tekna 2008 og leiðréttingu framlaganna vegna ársins 2008.
Heildarúthlutun tekjujöfnunarframlaga í ár nemur tæplega 1.242 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna koma til greiðslu í dag.
Útgjaldajöfnunarframlög 2009
Farið hefur fram endurskoðun á úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga fyrir árið 2009, sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 113/2003. Við endurskoðunina var tekið mið af leiðréttum hámarkstekjum á íbúa í hverju sveitarfélagi og áætluðum íbúafjölda í sveitarfélögum 1. desember 2008. Jafnframt var tekið tillit til leiðréttingar framlaganna vegna ársins 2008.
Heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga í ár nemur 3.900 m.kr. Eftirstöðvar framlaganna koma til greiðslu í dag.