Hoppa yfir valmynd
17.05.2010 Innviðaráðuneytið

Nærri þrjú þúsund manns á framboðslistum

Á þeim 185 listum sem boðnir eru fram til 76 sveitarstjórnum í kosningunum 29. maí eru alls 2.846 einstaklingar sem eru rúmlega 1,2% kjörgengnra manna í landinu. Þetta kemur meðal annars fram á vefnum kosning.is sem dómsmála- og mannréttindaráðuneytið stýrir.

Málefni sveitarstjórnarkosninga voru flutt til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á síðasta ári frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Á áðurnefndum vef koma fram helstu  upplýsingar um kosningarnar, svo sem um lög og reglur, leiðbeiningar, fréttir og fleira.

Fleiri listar en einn hafa verið lagðir fram í 54 sveitarfélögum og því fara fram hlutfallskosningar þar. Í 18 sveitarfélögum fara fram óbundnar kosningar þar sem enginn listi kom fram og sjálfkjörið er í fjórum sveitarfélögum þar sem fram kom aðeins einn listi. Það eru Breiðdalshrepur, Djúpavogshreppur, Sveitarfélagið Skagaströnd og Tálknafjarðarhreppur.

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta