Hoppa yfir valmynd
11.06.2010 Innviðaráðuneytið

Fyrstu fundir nýrra sveitarstjórna í næstu viku

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í lok maí  eru sveitarstjórnarmenn að undirbúa fyrsta fund sem halda skal 15 dögum eftir kjördag. Talsvert er um að sveitarstjórnarmenn leiti til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um ýmsar leiðbeiningar til dæmis um framkvæmd kjörs í ráð og nefndir.

Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur á skrifstofu ráðuneytisins á sviði sveitarstjórnarmála, segir að í aðdraganda kosninganna hafi nokkuð verið leitað til ráðuneytisins eftir upplýsingum varðandi sjálfar kosningarnar. Ábyrgð á framkvæmd sveitarstjórnarkosninga var á síðasta ári færð frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til dóms- og mannréttindaráðuneytisins en hins vegar hefur verið leitast við að svara spurningum einnig hér í ráðuneytinu eftir því sem unnt er.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sér eftir sem áður um eftirlit með störfum sveitarstjórna og sinnir margs konar verkefnum og upplýsingagjöf varðandi sveitarstjórnarmál. Stefanía segir að nú í kjölfar kosninga leiti sveitarstjórnarmenn víða af landinu eftir ýmsum upplýsingum bæði til ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meðal annars segir hún spurt hvernig standa eigi að kjöri í ráð og nefndir, hvernig eigi að standa að breytingum á samþykktum sveitarfélaganna og hvort halda eigi námskeið fyrir þá sem nýir eru í sveitarstjórnum en Samband íslenskra sveitarfélaga hefur haldið slík námskeið að loknum nokkrum síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Um kjör í ráð og nefndir fer eftir sveitarstjórnarlögum og samþykktum viðkomandi sveitarfélags um stjórnun og fundarsköp. Flestar spuringarnar varða stöðu minnihlutafulltrúa og  möguleika þeirra til setu í nefndum og ráðum. Stefanía segir varðandi nefndakjör að í flestum tilvikum komist meirihluti og minnihluti að samkomulagi um listakosningar sem tryggja aðkomu allra framboðsaðila  en í þeim tilfellum sem slíkt samkomulag næst ekki komi til hlutfallskosninga. En eins og Stefanía segir þá leysa sveitarstjórnir sín flest sín mál í góðu samkomulag,

 

 

 

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta