Hoppa yfir valmynd
15.10.2010 Innviðaráðuneytið

Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga framundan

Þriðji ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fór fram í dag og sagði Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að framundan væri að meta tillögur starfshóps um breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðsins í því skyni að bæta úr því.

Frá ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 15. október 2010.
Frá ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 15. október 2010.

Ráðherrann nefndi að nú lægju fyrir tillögur starfshóps um breytingar á reglum Jöfnunarsjóðsins þar sem meðal annars væri lagt til að þróað yrði nákvæmt útgjaldajöfnunarkerfi sem gefi nauðsynlegan grunn til að meta útgjaldaþörf sveitarfélaga. Sagði hann að skipaður verði vinnuhópur til að meta útgjaldaþörfina. Hann sagði brýnt að vinna málið áfram í samráði við sveitarstjórnarmenn og að hann legði mikla áherslu á að ná fram breytingum sem bæti regluverkið.

Frá ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 15. október 2010.Að loknu ávarpi ráðherra flutti Elín Pálsdóttir, forstöðumaður Jöfnunarsjóðs, ársskýrslu sjóðsins og fór yfir fjárhag hans og verkefni. Tekjurs sjóðsins á síðasta ári voru alls 18,1 milljarður króna og framlög og rekstrarkostnaður alls um 18,6 milljarðar.

Þá ræddi Flosi Eiríksson, formaður starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs, um tillögurnar og Guðni Geir Einarsson, sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði, fjallaði um fjárhagsleg áhrif tillagna starfshópsins.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta