Hoppa yfir valmynd
22.10.2010 Innviðaráðuneytið

Fræddust um stöðu sveitarstjórnarmála á Íslandi

Fulltrúar frá Kommunalbanken í Noregi, sem er eins konar systurstofnun Lánasjóðs sveitarfélaga hér á landi, eru á Íslandi um þessar mundir og halda fund sinn og fræðast um leið um stöðu sveitarstjórnarmála hér.

Norski sveitarfélagabankinn heimsækir Ísland.
Norski sveitarfélagabankinn heimsækir Ísland.

Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, segir að Norðmennirnir hafi óskað eftir að fá kynningu um fjármál sveitarfélaga á Íslandi um leið og haldinn væri hérlendis árlegur fundur ráðgjafarnefndar norska sveitarfélagabankans. Sett var upp dagskrá í samvinnu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Lánasjóðsins þar sem kynntar voru ýmsar hliðar í fjármálaumhverfi sveitarfélaga á Íslandi.

Í upphafi fundar bauð Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri gestina velkomna og Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri kynnti málefni ráðuneytisins sem snúa að sveitarstjórnarstiginu. Flutt voru síðan fjögur erindi:

Jóhannes Finnur Halldórsson, hagfræðingur á sveitarstjórnar skrifstofu ráðuneytisins, fjallaði um tillögur að fjármálareglum fyrir sveitarfélög sem nú eru í smíðum en hann kynnti þessar tillögur nýverið í erindi á ráðstefnu hjá Evrópuráðinu. Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, fór yfir stöðu og fjárhag íslenskra sveitarfélaga. Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, fór yfir efnahagsástandið á Íslandi í kjölfar hrunsins. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðsins, sagði frá starfsemi sjóðsins.

Norski sveitarfélagabankinn heimsækir Ísland.

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta