Hoppa yfir valmynd
29.11.2010 Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla vinnuhóps til að skipuleggja aðgerðir til að draga úr ofnotkun og koma í veg fyrir misnotkun á metýlfenidati

Heilbrigðisráðherra skipaði vinnuhóp 1. september 2010 til að skipuleggja aðgerðir sem draga úr ofnotkun og misnotkun lyfja sem notuð eru gegn athyglisbresti og ofvirkni. Er þá einkum átt við lyf sem innihalda metýlfenidat, svo sem rítalín og concerta. Áhersla var lögð á að leiðir til að sporna við misnotkun þessara lyfja mættu ekki standa í vegi fyrir meðferð þeirra sem þurfa á þeim að halda, en það eru einkum börn og ungmenni.

Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur vinnuhópsins um aðgerðir til að draga úr ofnotkun og misnotkun lyfja sem innihalda metýlfenidat. Helstu tillögur eru þessar:

  •  Yfirumsjón með frumgreiningu á ADHD hjá fullorðnum og eftirlit með meðferð verður bundin við geðsvið Landspítala.
  • Einungis geðlæknar, barna- og unglingageðlæknar, barnalæknar og taugalæknar munu sjá um frumgreiningu á ADHD og hefja og skipuleggja meðferð í framhaldi af greiningu.
  • Klínískar leiðbeiningar landlæknis frá 2007 um greiningu og meðferð vegna ADHD verða endurskoðaðar.
  • Eftirlit landlæknis með ávísunum lækna á lyfjum sem innihalda metýlfenidat verður aukið.
  • Komið verður í veg fyrir að einstaklingur geti fengið ávísað metýlfenidati frá mörgum læknum með nýjum reglum um útgáfu lyfjaskírteina hjá sjúkratryggingum. Einn sérfræðingur mun bera ábyrgð á ávísun þessara lyfja til viðkomandi einstaklings og verður greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna lyfsins háð því. Auk sérfræðings verður unnt að skrá tiltekinn heimilislækni á lyfjaskírteinið sem getur þá endurnýjað ávísun lyfsins.
Skýrsla vinnuhóps til að skipuleggja aðgerðir til að draga úr ofnotkun og koma í veg fyrir misnotkun á metýlfenidati

, nóvember 2010

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta