Hoppa yfir valmynd
23.06.2011 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að reglugerð um skipulag og úthlutun fjarskiptatíðna

Drög að reglugerð um skipulag og úthlutun tíðna liggja nú fyrir í innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir við drögin á netfangið [email protected] til 1. ágúst næstkomandi.

Meginmarkmið reglugerðarinnar er að stuðla að skilvirku skipulagi á skráningu og úthlutun tíðna til að nýting tíðna sé bæði hagkvæm og skynsamleg. Með því er meðal annars átt við að tíðnir nýtist í fjarskiptaþjónustu fyrir sem flesta landsmenn og með sem mestri útbreiðslu um landið allt. Jafnframt er lögð rík áhersla á það að skapa gagnsæi um skráningu og úthlutun tíðniréttinda.

Meginefni reglugerðardraganna fjallar um málsmeðferð við úthlutun á tíðniréttindum með svokallaðri samkeppnisaðferð, þ.e. með útboði eða uppboði. Hafa fjarskiptalög og reglur til þessa ekki verið ítarleg hvað varðar málsmeðferð við úthlutun réttinda með slíkum aðferðum.

Með reglugerðardrögunum er meðal annars kveðið á um nýmæli í tengslum við úthlutun tíðniréttinda samkvæmt uppboði. Má ætla að ákvæði er varða málsmeðferð og framkvæmd við úthlutun tíðna með samkeppnisaðferð séu til þess fallin að auka gagnsæi í stjórnsýsluframkvæmd í þessum málaflokki, eins og markmið reglugerðardraganna er.

Reglugerðardrögin eiga stoð í 2. mgr. 14. gr. og 75. gr. laga um fjarskipti, nr. 81/2003, eins og þeim var breytt með lögum nr. 34/2011 um breytingar á lögum um fjarskipti.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta