Hoppa yfir valmynd
04.08.2011 Innviðaráðuneytið

Norrænir ráðherrar sveitarstjórnarmála funda á Íslandi

Norrænir sveitarstjórnarráðherrar halda sinn árlega fund hér á landi þessa dagana. Meginumræðuefni fundarins eru fjármál sveitarfélaga í kjölfar efnahagshrunsins og kynning á ýmsum verkefnum er snúa að auknu lýðræði og íbúaþátttöku. Þetta efni var tekið upp sérstaklega að frumkvæði Íslendinga. Þá er farið yfir nýjungar í norrænni löggjöf í málefnum sveitarfélaga og fjallað um ýmis önnur málefni sveitarstjórnarstigsins.

Norrænir sveitarstjórnarráðherrar og fylgdarlið í Vestmannaeyjum í dag.
Norrænir sveitarstjórnarráðherrar og fylgdarlið í Vestmannaeyjum í dag.

Fundurinn er haldinn á Suðurlandi og heimsækja ráðherrar og fylgdarlið einnig Vestmannaeyjar og fræðast þar um málefni bæjarfélagsins. Alls sitja fundinn 25 manns, ráðherrar, ráðuneytisstjórar, aðstoðarmenn og sérfræðingar í málaflokknum. Fundurinn verður haldinn í Danmörku á næsta ári.  

Ráðherrar og ráðuneytisstjórar.






Frá heimsókn til Vestmannaeyja: f.v. Bertel Haarder, innanríkisráðherra Danmerkur, Henna Virkkunen sveitarstjórnarráðherra Finnlands, Ögmundur Jónasson, og ráðuneytisstjórarnir Erik Thedéen frá Svíþjóð og Dan-Henrik Sandbakken frá Noregi.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta