Hoppa yfir valmynd
04.11.2011 Innviðaráðuneytið

Fundur með fulltrúum þjónustusvæða vegna málafna fatlaðra

Á fundi í Þjóðminjasafni Íslands í dag, 4. nóvember, kynnti Sigurður Helgason ráðgjafi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir fulltrúum þjónustusvæða fatlaðra fyrstu niðurstöður varðandi áætluð framlög vegna reksturs á málefnum fatlaðra fyrir árið 2012.

Jafnframt fór hann yfir ítarlega vinnu og forsendur við útreikning framlaganna, sem meðal annars byggjast á nýju samræmdu þjónustumati sem unnið var árin 2010 og 2011.

Endanleg tillaga um áætluð framlög mun liggja fyrir í byrjun desember en þá mun ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs leggja fram sína tillögu til endanlegrar samþykktar ráðherra.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta