Hoppa yfir valmynd
28.11.2011 Innviðaráðuneytið

Ráðgert að skerða jöfnunarframlag tekjuhárra sveitarfélaga

Fyrirhugaðar eru breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í þá átt að skert verði að fullu jöfnunarframlag til þeirra sveitarfélaga sem hafa heildartekjur sem eru 50% umfram landsmeðaltal. Þeir sem þess óska geta sent athugasemdir og umsagnir sínar vegna breytingarinnar á netfangið [email protected] fram til 9. desember 2011.

Starfshópur sem endurskoðaði regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skilaði tillögum sínum um breytingar á regluverki sjóðsins sumarið 2010. Tillögurnar hafa verið til umfjöllunar á ársfundum Jöfnunarsjóðs árin 2010 og 2011. Nú þegar hafa farið fram nauðsynlegar breytingar á núverandi kerfi sem einkum felast í breytingu á útreikningi framlags til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts, almennu jöfnunarframlagi til reksturs grunnskóla og framlagi vegna skólaaksturs úr dreifbýli.

Starfshópurinn benti jafnframt á að framlög sjóðsins taki ekki með nægjanlega skýrum hætti  mið af útgjaldaþörf sveitarfélaganna og hafi mörg verkefni bæst við sem hafi hvorki með útgjaldaþarfir þeirra né tekjumöguleika að gera. Ástæðurnar megi rekja til þess að verkefnin séu tilkomin vegna samninga ríkis og sveitarfélaga um fjármálaleg samskipti en afleiðingarnar hafa meðal annars verið þær að sveitarfélög sem ekki hafa þörf fyrir framlög úr Jöfnunarsjóði vegna hárra tekna fá að hluta til óskert framlög úr sjóðnum.

Lagði starfshópurinn því til að þróað yrði nákvæmt útgjaldajöfnunarkerfi sem gefi nauðsynlegan grunn til að meta útgjaldaþörf sveitarfélaga. Í kjölfarið skipaði innanríkisráðherra vinnuhóp sem settur var á laggirnar í lok árs 2010 til að þróa útgjaldamælingarkerfi sem ætlað er að endurspegla sem best útgjaldaþarfir sveitarfélaga vegna lögbundinna og venjubundinna verkefna. Hefur hópurinn skoðað útgjaldaþörf sveitarfélaganna að teknu tilliti til tekna þeirra og áætlaðra framlaga ársins 2011.

Með tilvísun til þessa hefur vinnuhópurinn meðal annars komist að því að til sveitarfélaga með mögulegar heildartekjur 50% umfram landsmeðaltal eru áætluð framlög úr sjóðnum er nema 132 milljónum króna á árinu 2011. Leggur vinnuhópurinn því til að jöfnunarframlög til þeirra sveitarfélaga sem eru með það háar tekjur umfram landsmeðaltal verði skert að fullu á árinu 2012 hvað jöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðar. Hafa breytingarnar áhrif á útgjaldajöfnunarframlög, framlög tengd yfirfærslu grunnskólans og fasteignaskattsframlög sjóðsins.

Breytingarnar hafa áhrif á eftirfarandi reglugerðir:

Nánari upplýsingar gefur Guðni Geir Einarsson sérfræðingur í síma 545-8238.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta