Hoppa yfir valmynd
11.01.2012 Innviðaráðuneytið

Umsagnarfrestur um gátlista fyrir sveitarstjórnarmenn að renna út

Umsagnarfrestur um umræðuskjal fyrir sveitarstjórnarmenn rennur út um helgina en nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur sent sveitarstjórnarfólki skjal um nokkur málefni sem nefndin hefur haft til athugunar. Unnt er að senda umsagnir til og með 15. janúar á netfangið [email protected].

Í skjalinu er lýst nokkrum viðfangsefnum nefndarinnar, svo sem um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, tekjustofna sveitarfélaga, Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, reglur um fjármál sveitarfélaga, sameiningu og samvinnu sveitarfélaga og fleira. Óskað er umsagnar sveitarstjórnarfólks á ákveðnum atriðum sem tilgreind eru í hverju umfjöllunarefni og er í skjalinu vísað í frekara efni á netinu ef á þarf að halda.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta