Hoppa yfir valmynd
13.01.2012 Innviðaráðuneytið

Málþing um sveitarstjórnarmál 10. febrúar á Akureyri

Málþing um sveitarstjórnarmál verður haldið á Akureyri 10. febrúar á vegum nefndar innanríkisráðherra um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Skýrt verður frá könnun meðal sveitarstjórnarmanna og alþingismanna um afstöðu þeirra til lýðræðismála, sameiningarmála og samvinnu sveitarfélaga og flutt verða erindi um  eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Málþingið verður haldið í húsnæði Háskólans á Akureyri föstudaginn 10. febrúar, hefst klukkan 11 og stendur til 15. Boðið verður uppá léttan hádegisverð.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði í september síðastliðnum nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsin og er formaður hennar Þorleifur Gunnlaugsson. Aðrir í nefndinni eru Ragnheiður Hergeirsdóttir, varaformaður, Eva Sigurbjörnsdóttir, Guðrún María Valgeirsdóttir, Gunnar Einarsson og Gunnar Svavarsson. Með nefndinni starfar Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu.

Meðal atriða sem nefndin hefur fjallað um í starfi sínu síðustu mánuði er sóknaráætlunin 2020 með áherslu á áætlanir landshluta, skýrslur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, tillögur um tekjustofna sveitarfélaga, stöðuna varðandi flutning á málefnum fatlaðra og hugmyndir að frekari verkefnaflutningi frá ríki til sveitarfélaga. Einnig nýjar áherslur í almenningssamgöngum og um aukið íbúalýðræði og nýjar leiðir í þeim efnum.

Þannig hefur nefndin fjallað um stöðu verkefna sem miða að því að efla sveitarstjórnarstigið og hafa verið í vinnslu á vettvangi stjórnvalda og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá hefur formaður nefndarinnar ferðast víða um land til að kynna sér sjónarmið sveitarstjórnarfólks.

Dagskrá málþings

Málþinginu á Akureyri er ætlað að vera vettvangur áframhaldandi umræðu um eflingu sveitarstjórnarstigsins, stjórnsýslu, samskipti og samspil við ríkisvaldið. Innanríkisráðherra flytur ávarp í upphafi þess. Þá verður skýrt frá niðurstöðum könnunar meðal sveitarstjórnarfulltrúa  og alþingismanna um afstöðu þeirra til ýmissa mála er varða lýðræðismál, sameiningarmál og samvinnu sveitarfélaga. Könnunin er unnin af Háskólanum á Akureyri og prófessor Grétari Þór Eysteinssyni.

Að því loknu verður umfjöllun um leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið, stöðu horfur og áskoranir og í framhaldi af stuttum framsögum verður efnt til pallborðsumræðu.

Nánari dagskrá málþingsins verður send út fljótlega.

 

 

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta