Hoppa yfir valmynd
05.03.2012 Innviðaráðuneytið

Lagafrumvarp um breytingar á fasteignagjöldum á hesthús

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp þar sem lagt er til að fasteignagjöld á hesthús verði færð til um flokk sem leiða myndi til lækkunar gjalda. Með lögunum er ákvarðað að hesthús falli undir flokk með íbúðarhúsum og fleiri mannvirkjum.

Frumvarpið snýst um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum. Breytingin er í a-lið 3. málsgreinar 3. greinar sem í dag er þannig:

,,Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum."

Skotið er inn orðinu hesthús á eftir ,,tengd eru landbúnaði” og eru hesthús þannig felld undir gjaldflokk sem bera skatt sem miðaður er við allt að 0,5% af fasteignamati. Framkvæmd sveitarfélaga varðandi skatthlutfall á slíkum eignum hafa ekki verið einhlít en með lagabreytingunni er textinn skýr hvað þetta varðar. Þá segir í ákvæði til bráðabirgða að sveitarstjórn sé heimilt að lækka álagningu fasteignaskatts á árinu 2012 á hesthús þannig að álagningarhlutfall þeirra eigna sé það sama og annarra fasteigna skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laganna.

Frumvarpsdrögin hafa verið send þingflokkum stjórnarflokkanna til afgreiðslu en þingflokksfundir eru haldnir í dag.

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta