Hoppa yfir valmynd
25.05.2012 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Reglugerð um alþjóðlegt reiki væntanleg

Í innanríkisráðuneytinu hefur verið hafinn undirbúningur innleiðingar á nýrri Evrópureglugerð um alþjóðlegt reiki á grundvelli 2. mgr. 35. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003. Drög reglugerðarinnar eru birt hér á ensku og unnt er að gera athugsemdir til 13. júní. Umsagnir sendist á netfangið [email protected].

Síðan fyrsta reikireglugerðin var sett árið 2007, sem kvað á um hámarksverð fyrir reikiþjónustu, hafa verið sett frekari skilyrði varðandi reiki innan EES svæðisins svo sem  hámarksverð fyrir gagnaflutningsþjónustu og SMS, auk þess sem mælt hefur verið fyrir um útfærslu gjaldtökumælinga og tilkynningaskyldu til neytenda. Núgildandi reikireglugerð rennur úr gildi þann 30. júní 2012. Hefur Evrópusambandið því gefið út drög að nýrri reglugerð um alþjóðlegt reiki sem búist er við að verði samþykkt um miðjan júní.

Til þess að bregðast við þessum nauma tímaramma hefur innanríkisráðuneyti þegar hafið undirbúning að innleiðingu reglugerðarinnar til þess að tryggja hagsmuni íslenskra neytenda.

Meginmarkmið með nýrri reglugerð um alþjóðlegt reiki er að draga úr kostnaði af farsímanotkun notenda milli landa innan Evrópu og skapa þannig sameiginlegan og einsleitan heildsölumarkað fyrir reikiþjónustu innan EES svæðisins. Er stefnt að frekari lækkun hámarksverðs, auk þess sem búa á til sérstakan sameiginlegan heildsölumarkað fyrir reikiþjónustu. Verður það gert með því að fjarskiptafyrirtækjum verði gert skylt að bjóða upp á aðgang annarra fjarskiptafyrirtækja til að bjóða reikiþjónustu á sínu þjónustusvæði. Gerir reglugerðin ráð fyrir að fjarskiptafyrirtæki birti viðmiðunartilboð um skilmála og kjör fyrir slíkan aðgang til samræmis við tilmæli BEREC, stofnunar ESB um samræmt fjarskiptaeftirlit í Evrópu. Er hinni nýju reglugerð ætlað að gilda til ársins 2022.          

Er áhugasömum gefinn kostur á því að koma að athugasemdum. Senda skal umsagnir á netfangið [email protected].

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta