Hoppa yfir valmynd
22.06.2012 Innviðaráðuneytið

Ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012  

Innanríkisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um  framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012.

Reglugerðin er sett á grundvelli 13. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum. Reglugerðin sem er nr. 510/2012 öðlaðist gildi 5. júní sl. Þá féll úr gildi reglugerð, nr. 1066/2010, um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011.

Helstu breytingar sem koma fram í nýrri  reglugerð eru að útgjaldaþörf þjónustusvæða og einstakra sveitarfélaga tekur  ekki eingöngu  mið af framreiknuðum rekstrarkostnaði ársins 2010. Í 3. gr. reglugerðarinnar kemur fram að jafnframt er stuðst við mælingu á útgjaldaþörf skv. greiningu á fylgni flokka stuðningsþarfar (SIS mats) og kostnaðar á einstakling árið 2010, mat á útgjaldaþörf vegna biðlista og hlutfallslega skiptingu áætlaðs útsvarsstofns sveitarfélaga.

 

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta