Hoppa yfir valmynd
07.09.2012 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Auglýsing um úthlutun styrkja Frímerkja- og póstsögusjóðs

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins. Næsta úthlutun styrkja fer fram á degi frímerkisins þann 9. október 2012.

Frímerkja- og póstsögusjóður var stofnaður árið 1986 og gilda um hann reglur nr. 453/2001. Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða og póstsögu og hvers konar kynningar- og fræðslustarfsemi til örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Eins getur sjóðurinn styrkt sýningar og minjasöfn, sem tengjast frímerkjum og póstsögu. Styrki má veita félagasamtökum, einstaklingum og stofnunum.

Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk.

Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar sjóðsins og berist þær til Veru Sveinbjörnsdóttur, innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 30. september næstkomandi.  

Stjórn Frímerkja- og póstsögusjóðs

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta