Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2013 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti
Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða heildarúthlutun framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2013, sbr. reglugerð, nr. 80/2001 með síðari breytingum. Á grundvelli frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2013 nemur áætlað ráðstöfunarfjármagn sjóðsins til greiðslu framlaganna 2.998 m.kr.
Jöfnunarsjóður greiðir sveitarfélögum framlög fyrirfram sem nema 60% af áætluðum framlögum ársins eða um 1.798,8 m.kr. Greiðslan er innt af hendi með fimm jöfnum greiðslum mánuðina febrúar til júní.
Uppgjör framlaganna á árinu 2013 fer fram mánuðina, júlí, ágúst og september á grundvelli upplýsinga frá Þjóðskrá Íslands um álagningarstofna fasteignaskatts frá 31. desember 2012, upplýsinga um álagningarhlutföll fasteignaskatts á árinu 2013 og upplýsinga um veitta afslætti sveitarfélaga af fasteignaskatti á árinu 2013.